Óskar síðasti fulltrúi framsóknarflokksis í borgarstjórn.

    Jæja þá ég álít að við séum að sjá síðasta fulltrúa framsóknar í borgarstjórn, og því ráðlegg ég þeim fáu framsóknarmönnum er eftir eru í Reykjavík, að passa nú að ráða sig alls ekki í skammtíma stöður er þeir munu að sjálfsögðu úthluta til flokksmanna eins og þeirra er siður.

   Framsókn hefur ekki verið stjórnmálafl til fjölda ára, heldur atvinnumiðlun og úthlutunaraðili opinbera gæða, en því fer nú senn að ljúka sem betur fer. Eins og allar madömur er sitja í próventu á elliárum sínum hverfa þær yfir móðuna miklu.

    Framsókn lýsti því yfir nú sl. haust að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins væri óstarfhæfur, og ekki á vetur setjandi, mætti halda að Óskar hafi ekki verið í þeim Framsóknarflokki.

 

 


mbl.is Hanna Birna og Óskar á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband