Traustur grunnur nýir tímar.

Þetta voru kjörorð Sjálfstæðisflokksins í sl. kostningum.

Það er hreint út sagt ótrúlegt að nokkrum heilvita manni detti í hug að hafa 18% stýrivexti í því hörmungarástandi er hér á landi í dag.  Tugþúsundir fjölskyldna á vonarvöl, fyrirtæki eitt af öðru að leggja upp laupana, og þau sem lafa segja upp starfsfólki eða semja við starfsfólk að lækka launin sín, eða draga úr vinnutíma.  Telja sér trú um að 18% stýrivextir geri neitt annað en bölvun, og leiði til enn veikingar ísl.kr., halda stórnvöld eða seðlabankinn að þeir geti haldið kr. uppi með að gefa út Jöklabréf i dag. 

   Nú hefði átt að lækka vexti í 5 %  leyfa kr. að fara í þau gildi er hún á heima, og notfæra sér lagið og greiða upp öll Jöklabréfinn á afar veikri kr, síðan tæki hún að styrkjast er ógn Jöklabréfanna væri að baki.  Er á þessari leiðréttingu gengi ætti að frysta öll erlend lán einstaklinga og fyrirtækja í 6. mánuði, og taka lánskjaravísitöluna úr sambandi. 

    Það þyðir ekkert lengur að stinga höfðinu í sandinn.


mbl.is Ríkisstjórn og seðlabanki verða að ganga í takt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þú færð engan af þessum fíflum til að ganga í takt.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.11.2008 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband