Fjárglæfrar Kópavogskaupstaðar.

     Þar sem kallað er úr öllum áttum um rannsókn á hruni ísl. bankanna, og annara svokallaða fjárgæframanna. Þá hlítur að koma til þess að fari fram rannsókn á kaupum Kópavogsbæjar á Glaðheimasvæðinu.   Kaup þessi voru mér að öllu óskiljanleg, og ekki síst í ljósi þess að fjárfestar hófu kaup á einstökum hesthúsum, þrátt fyrir að svæðið væri framleigt til hestamannafél. Gusts til fjölda ára.  Þegar fjárfestarnir komust í þrot, þá tók Dr. Gunnar sig til og leysti þá út með mörg hundruð milljóna hagnaði, auk þess sem hann keypti þau hesthús á ofurverði er ekki höfðu verið þegar keypt af fjárfestunum.  Til að kóróna vitleysunna var skipulögð hesthúsabyggð á landsvæði Kópavogs er þegar er kominn íbúðarbyggð að, auk þess að þurfi að semja við Garðabæ um byggingu hesthúsanna, og þeir fengu dúsu frá Kópavogi sem fólst í að Kópavogur skaffaði þeim neysluvatn í áratugi á afsláttarkjörum.  Gunnari verður sjálfsagt ekki orða vant við að verja þessar gjörðir eins og oft áður, er einhverjum hefur dottið í hug að eitthvað væri nú athugavert við stjórnsýslu hans.
mbl.is Skila lóðum á Glaðheimasvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem innfæddur Kópavogsbúi með algjört ógeð á umræddum bæjarstjóra okkar, þá bíð ég spennt eftir að hlusta á þvæluna sem mun vella upp úr honum í sambandi við öllum lóðarskilunum

Kidda (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband