Ingibjörg ræður ekki við starf sitt, og verður því að víkja til hliðar.

   Það var þegar ljóst hverning hún mannaði ráðherrasæti sín í núverandi stjórn, að hú hefði ekki burði til að leiða stjórnmálaflokk, og hvað þá í stjórn.  Eins og margur lélegur stjórnadi féll hún í þá gryfju að skipa veika einskaklinga með sér í ráðherrastóla. Hún hefur ekki haft buði í sér til að afnema eftirlaunalöginn, sem var þó eitt hennar helsta kostningarloforð. Hún hefur viðhaldið og jafnvel aukið bruðlið í utanríkisráðuneytinu, og tók svo steininn úr er hún tilkynni um sparnað í ráðuneyti sínu á dögunum, sem var ekkert í samræmi við það aðhald er þarf í ríkisfjármálum, að skipa vinkonu sína í stöðu sendiherra,  á sama tíma og þúsundir kjósenda hennar eru að missa vinnuna, og tugþúsundir í gjaldþrot.  Hennar töfraorð er leysa á öll okkar sjálfsköpuðu hörmungar, hefur verið að sækja um aðild að ESB.  Hún hefur enga burði til þess að hreinsa til í ráðherraliði sínu, og hvað þá að víkja óhæfum embættismönnun, sem þó gera lítið úr störfum  hennar og annara ráðherra.   Þar að auki virðist eins og hún hafi ekki borið traust til ráðherra sinna, og því haldið þeim vísvitandi frá upplýsingum, er þeir hefðu átt að fjalla um. 

    Eg kaus Samfylkinguna í síðustu kostningum, í þeirri von að við fengjum betri og réttlátari stórnunarhætti, og flólk yrði valið til starfa hjá því opinbera eftir mannkostum og getu, en nánast allar mínar vonir er ég gerði til flokksins hafa brugðist.  Það eins og Ingibjörg haldi að hún eigi að leika hlutverk Halldórs Ásgrímssonar, og kokgleypa allt er frá íhaldinu kemur, bara það að halda í stólanna mjúku.

    Sjálfsagt bíður Ingibjörg eftir því að fólk hópist saman á Austurvelli með kröfuspjöld er krefast afsagnar hennar, og þá getur hú sjálfsagt farið í smiðju hjá Davíð hverning á  að tækla skrílinn.


mbl.is 6 fundir með seðlabankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Tek undir hvert og eitt einasta orð hjá þér, enda er ISG spegilmynd af Davíð.

Rannveig H, 18.11.2008 kl. 21:04

2 Smámynd: corvus corax

Solla svikari er búin að vera. Smáfylkingin er runnin út á tíma. Allur sá fjöldi fólks sem ég þekki og veit að kaus smáfylkinguna síðast, þar á meðal ég sjálfur sem gerði þau mistök að treysta Sollu svikara, segist ekki ætla að kjósa þann svikaflokk aftur. Sumir ganga jafnvel svo langt að segjast ætla að kjósa frjálslynda hyskið! Eitt er víst, ég kýs smáfylkinguna og Sollu svikara aldrei aftur, sama hverju hún kann að lofa næst! Það er sama skítafýlan af Sollu svikara og Ceaucescu Oddssyni í Bleðlabankanum, Árna hrossalækni, Geira gungu, dómsmálaráðherraskoffíninu og ríkislögreglustjórafíflinu. Ein allsherjar illa þefjandi rotþró!

corvus corax, 18.11.2008 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband