Undanskot eigna, eða veðrýrnun á lánum Kaupþings.

   Það hefur ekki þurft langa né lögfræðilegar skýringar á að allir fjármálagerningar innan við tveggja ára væru riftanlegir og hafa bústjórar þrotabúa ekki legið á liði sínu við að rifta öllum þeim fjármálagerningum er þeir framast hafa getað.

  Allir samningar eða samþykktir er gerðar hafa verið af Stjórn Kaupþing sl. 24 mánaða hljóta að vera riftanlegir, hvort það se eftirgjöf skulda starfsmanna, eða færsla starfsmanna á hlutafjáreign sinni í einkahlutafélög,  ef um veðrýrnun hafi verið um að ræða. 

   Það sem hefur vakið eftirtekt mína, að ekki virðist hafa verið tilkynnt í Kauphöll Íslands, er innherjar voru að færa hlutafjáreign sína í Kaupþingi, en ég tel að tilkynna eigi allar sölur eða kaup hluthafa á svokölluðum innherjalista. 

   Það vakti jafnfram athygli mína að framkvæmdarstj. Lífeyrissj. Verzl.m. neitaði að nokkrar ívilandi gerðir til lykistjórnenda í gær,  hann hlítur að vera á afar hálum ís gagnvart sjóðsfélögum sínum, og ekki síst í ljósi þess, að nú hljóta sjóðsfél. að koma í röðum til fundar við hann, og fara fram á samsvarandi afgreiðslu sinna mála og er hann stóð að í Kaupþingi.

   Mín spá er að einhverjir eigi eftir að lenda bak við rimlanna út af þessum ósköpum. Jafnvel Björgvin viðskiptaráðherra eigi eftir að þurfa hiksta á ummælum sínum í dag að allt væri afgreitt í dag með jöfnuð og réttlæti í huga.  Hvenær ætlar hann að fara láta af þessu blaðri sínu? Búinn að fá alveg ótrúlega leið á hlusta á þvæluna er uppúr honum rennur á degi hverjum.


mbl.is Engin áform um að afskrifa lán til starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband