Álfar í orkusölu.

   Árshlutauppgjör Orkuveitunar ætti gera öllum ljóst hversu miklir álfar hafa verið í sölusamningum okkar á raforku til stjóriðju, og ekki vænkast hagur OR., er þeir þurfa fara selja raforkuna til Helguvíkur.  Það hlítur vera krafa að eigendur verði upplýstir að fullu um söluverð raforku til stóriðju. Ætli sé ekki einsdæmi að opinber fyrirtæki eins og Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur, ´haldi söluverð framleiðslu sinnar sem leyndarmáli.  Það er ótrúlegt að stjórnendur opinbers fyrirtækis þori ekki eða blygðist sín hversu lélega orkusölusamninga þeir hafa gert á undanförnum árum.
mbl.is Tap OR 16,4 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

þetta er mjög eðlilegt. pólitíkusar eru ekki að spá í svona hlutum. þeir eru að spá í því hvernig þeir geti fengið atkvæði í næstu kosningum.

meðan við höfum raforkuver sem selja rafmagn til annarra en almennings þá munum við hafa stjórnmálamenn sem nota rafmagn til þess að kaupa atkvæði. 4 þingsæti framsóknar í NA kjördæmi 2003 segir allt sem segja þarf.

Fannar frá Rifi, 30.8.2008 kl. 01:42

2 Smámynd: haraldurhar

    Sæll Fannar tek undir hvert orð í svari þínu.   Það er dapurlegt að upplifa það að orka sé seld á hrakvirði,  og það áratugi fram í tímann.  Mér er slett sama hver á eða rekur orkufyrirtækinn, en  tel að þau ættu að borga auðlindagjald, og við byggja upp orkusjóð ámóta og olíusjóð Norðmanna.

haraldurhar, 30.8.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband