27.11.2008 | 21:01
Endurlífgun haftastjórnunar.
Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Það að Sjálfstæðisflokkurinn ætil að fara koma á fót gjaldeyrishöftum, árið 2008 er hreint út sagt ótrúlegt. Ætli þetta endi ekki með því að þeir komi upp skömmtunarmiðum til allmennings til kaupa á nauðsynavöru. Endurveki Einkasölu viðtækja, og hafi allt að 20 mism. gengisskráningar á dollarnum allt eftir því hvað á að nota hann til, eins og td. gamla nefnin sem úthlutaði áhafnagjaldeyrir. Þarna fær Björn Bjarna aukinn verkefni fyrir greiningardeildina, til að fylgjast með og njósna um ferðaþjónusuaðila hvort þeir skili ekki refjalaust öllum gjaldeyrir er kemur inn til þeirra.
Nú hljóta síðustu mókanarnir er hafa fylgt Sjálfstæðisflokknum að gefast endalega upp í stuðningi sínum við hann.
Geta stöðvað gjaldeyrisflutninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bíddu...er það ekki samfylkingarmaður sem er að leggja þetta frumvarp fram???
Auðbjörg (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 21:36
Þetta frumvarp er algjörlega fáranlegt. Hér verður ekki hægt að gera neitt nema undir smásjá stjórnvalda. Lífeyrissjóðir og aðrir sem einhverja peninga eiga eftir geta ekkert gert og þ.a.l. ekki ávaxtað þá peninga sem þeim ber. Þetta er kommúnísk aðgerð sem ber að stöðva strax!!!
Sabbi (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.