29.10.2008 | 17:02
Hryðjuveramenn
Tel að ætti að setja þá ráðamenn íslenska er standa að hækkun stýrivaxa á lista yfir hryðjuverkamenn. Það að setja þúsundir íslendinga út á guð og gaddinn, með gerðum sínum ætti að vera næg ástæða. Þetta eilífa bull um að styrkja ísl.kr hljómar eins og lélegur brandari, halda þeir virkilega að stórfellt atvinnuleysi styrki gjaldmiðilinn. Mitt álit er það á að lækka stýrivexti niður í ca 5 %, og leyfa gengingu fara þangð sem það á heima, meðan við erum að greiða upp jöklabréfinn, síðan styrkist gengið ef ekki allir framleiðslugreinar okkar fara í þrot í þessu vaxtaokri. Auðvitað á að frysta öll erlend lán og taka lánskjaravísitöluna úr sambandi meðan við hleypum verbólgunni í gegn.
Eg vil láta kjósa strax þanning við losnum undan stjórn þessara strandaglópa.
Óhjákvæmilegt að hækka stýrivexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér Haraldur! Það er kominn tími á að skipta út fólki. Verst er að við eigum ekki mikið af frambærilegu fólki sem situr á Alþingi. En kannski leynast "gullmolar" í konum og körlum sem sagt hefur verið upp nýlega. Það þarf að stofna nýtt afl til að koma að viðreisninni.
Hagbarður, 29.10.2008 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.