Guð láti gott á vita.

   Það fór þá ekki svo að ekki kæmi eitt einasta atriði að viti frá stjórnvöldum. Þetta er jákvæðasta frétt í margar vikur er ég hef lesið.  Ríkistjórninn er jafnvel farinn að gera sér grein fyrir því að skera þurfi útgjöld yfir 30%.
mbl.is Horfið frá beiðni um loftrýmiseftirlit?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er á meðal þess aumkunarverðasta sem sést hefur. Að bera við sparnaði til að losna við komu Bretanna. Ég hef sjaldan séð annað eins feilskot !

Við eigum auðvitað að afþakka þessa "vernd" með djörfung. Bezt væri að fá Rússana til að skima eftir óvinum (Bretum), um leið og þeir koma að landinu í sinni reglubundnu yfirferð.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.10.2008 kl. 16:24

2 identicon

Sammála afþakka þessa"vernd"

Hvað leiðtogi myndi láta þann sem níðist hvað harðast á sínum þegnum sjá um að vernda þá.

Hannes (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 16:40

3 Smámynd: Hagbarður

Mér er þegar orðið órótt að vita af því að brátt muni verndin heyra sögunni til. Finn fyrir óöryggi, kannski svona "fyrirkvíðaröskun" vegna komandi öryggisleysis. Hvað á ég og mín fjölskylda að gera? Kannski ætti maður bara að setja á vaktir á heimilinu þar sem einn væri á útkíkki t.d. 4 tíma í senn. Eða það sem væri líklega betra að hverfið tæki sig saman og skipuleggði "hverfagæslu" í ljósi þessarar óvæntu váar sem felst í ógninni af minna öryggi.

Hagbarður, 29.10.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband