Hvar eru mörkinn í vistleysunni.

   Það að liggi fyrir tilllaga fyrir Alþingi að ráðstafa annara manna eigum eins og listaverkum í eigu bankanna er mér að öllu óskiljanlegt.  Eg veit ekki betur að ef bankarnir fara í gjaldþrotaskipt þa muni skiptaráðendur ráðstafa þessum eignum þeirra.   Kennitöluskipta á bönkunum hlítur að vera kolólögleg, og spái ég að upphefist áralangar þrætur lögmanna fjölmargra landa að Ríkið geti ekki ástundað undanskot á eignum.
mbl.is Tvö þingmál um listaverk bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ríkið á bankana, eins og þú eflaust veist, og er því varla að ráðstafa annarra manna eigum.

Og hvar mörkin liggja í vistleysunni er virkilega góð spurning, og forvitnilegt að heyra svarið.

Úlfur (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 14:32

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Hafa menn ekkert þarfara að gera á hinu háa Alþingi í dag?

Sigríður Jósefsdóttir, 28.10.2008 kl. 14:59

3 Smámynd: Vilberg Helgason

Þessi íslenska list sem fæst í Landsbankanum er holdgerfingur óhófslífs íslenskra auðmanna og sýndarmennsku. 

Með falli auðmanna landsins eru þessi verk orðin verðlaus því engin er til að kaupa þau. Því kannski ágætt að gefa eitthvað af þessu á söfn og selja afganginn í kolaportinu.

En ég á samt ekki orð yfir forgangsmálum alþingis þessa dagana. Frídagafrumvarpið, áfengisfrumvarpið, umræður um list landsbankans. Er einhver tími til í pontu á alþingi til að ganga erinda þjóðarinnar sem blæðir á meðan verið er að sóa tíma þingsins í þetta kjaftæði ?

Vilberg Helgason, 28.10.2008 kl. 15:12

4 Smámynd: Hagbarður

Tek undir með þér Haraldur að þetta er endemis vitleysa. Sýnir kannski hversu djúpt okkar löggjafarvald er sokkið í því að ásælast eignir annarra. Tilgangur "neyðarlaganna" var að verja banka- og greiðslumiðlunarkerfið og slá skjaldborg um innlendar innstæður, þar var línan dregin. Málverkasafn kemur rekstri greiðslumiðlunarkerfis ekkert við. Meir að segja Pútín vinur okkar í austri þorði ekki að fara þessa leið þegar hann þjóðnýtti eignir "oligharcana" á sínum tíma.

En eflaust eiga eftir að verða langvinn málaferli vegna þessarar eignaupptöku þar sem ríkið hefur hirt eignir, t.d. allan "kúnnabasa" bankanna og núna málverkasafnið, án þess að greiða fyrir. Afleiðingarnar af þessu öllu saman kunna kannski að verða þær að erlendir fjárfestar setji okkur á stall með ríkjum eins og Venusela, þar sem eignarrétturinn er bara orðin tóm. Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin að þjóðnýta næst?

Hagbarður, 28.10.2008 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband