Óska eftir að gera langtímasamning á raforkukaupum.

    Raforkuverð til heimilsnota er ekki dýrt hér á landi, og á ekki að vera það.  Eg tel eðlilegt að hægt sé að gera langtímasaming á kaupum á raforku og gera orkukaupasamnig til næstu 40 ára, ég er tilbúinn til að gera einn slíkan og hann fylgi sömu ákvæðum um hækkanir og erum í þeim stóriðjusamningu er gerðir hafa verið.  Lýsi mig reiðubúinn að kaupa mína orku á helmingi hærra verði en til stóriðju.  Að sjálfsögðu þurfa minir raforkusamingar vera algjört trúnaðarmál.
mbl.is Raforkuverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég reikna Halli minn, með því að þú hafir á móti getað tryggt raforkusölufyrirtækinu jafna notkun á ákveðnum megavattafjölda, allan sólarhringinn, allt árið um kring, sumar sem vetur, næstu 40 árin.  Þú manst að slökkva nú ekki á náttlampanum þegar þú ferð að sofa eða ljósin í stofunni þegar þú ferð í vinnuna.  Þá er rétt að elda þríréttað í bæði mál og baka helst daglega til að ná upp í umsamið magn. Svo máttu ekki taka upp á því að fara nú að drepast fyrr en eftir þessi 40 ár.

Við Íslendingar erum svo lánssamir að eiga vísa ódýrustu orkugjafa í heiminum.  Þar að auki eru þeir umhverisvænni en þekkist í kringum okkur og kranavatnið þvílík lúksus gæðavara enda sama vatnið selt sem slíkt erlendis fyrir morðfé. Það er sko ekki endurunnið og marghreinsað hreinsað klóakvatn eins og víðast hvar sem við komum.

Allt þetta þekkja þeir sem búið hafa erlendis og hafa þurft að gæta þess að slökkva ljós og raftæki viðstöðulaust þegar þau eru ekki í notkun.  Vefja sig íslenskum ullarteppum í rökum kuldanum og myrkrinu framan við sjónvarpið á kvöldin, kaupa flöskuvatn – eða bjór :) -  til daglegrar neyslu, osfrv. Ekki má svo standa lengi undir sturtunni og skrúfa nú örugglega fyrir meðan þú sápar þig og renna svo ekki niður úr klósettinu nema þegar stórt er gert.  (og manstu, þú drekkur það aftur á morgun!)  Heitum potti í garðinum getur þú bara gleymt.

Nei við Íslendingar höfum flestir ekki grænan grun um hvílíkur lúksus okkur er búinn með ódýrust orkugjöfum í heiminum og þar að auki þeim bestu, enda bruðlum við óheft með þá – það finnst útlendingum amk. Og mér líka reyndar.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 04:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband