Dómsmálaráðherra er á landinu.

   Það verður að teljast til tíðinda að hr. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra heiðrar okkur með nærveru sinni í dag, en hann hefur dvalist hér á landi sl. sólahring, og eftir því sem bezt er vitað hvílir hann sig nú á Búðum á Snæfellsnesi, eftir 9 sólahringa stanslausa vinnutörn í Evrópu.  Hann mun hafa átt afar upplýsandi og ganglegar viðræður við þýzku leynilögregluna, og að sjálfsögðu við yfir menn öryggismála.  Auk þess skrapp hann yfir til Vilníus  og undirritaði að flókin framsalssamning fanga við þarlend stjórnvöld, auk þess sem hann skoðaði fangelsi nr. 2. í Vilníus. Næst lagði hann á sig ferð til Kaupmannahafnar, og fór að sjálfsögðu yfir innri öryggismál Kaupmannahafnar, en ekki mun hafa haft tíma til að taka á móti ráðamönnum öryggismála Danmerkur, síðast en ekki síst fór dómsmaáráðherra á fund norræna dómsmálaráðherra yfir til Svíþjóðar þar sem hann hafði framsögu um alþjóðlega skipulagða gælpastarfsemi. 

    Ekki er nema von að dómsmálaráðherra þurfi góða hvíld á Búðum. Nú hlýtur að vera koma að því að hann þurfi að fara til Chile til að fara yfir hvort suðurnar í byrðing hins nýja varðskips er hann lagði kjölinn af sl. vor, standist ekki alla öryggis og gæðastaðla.  Ótrúlegt hversu mikið er lagt á suma menn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband