30.8.2008 | 22:02
Landsvirkjun þar á öflugum og reyndum rekstarmanni að halda.
Eg trúi því ekki að núverandi ríkistjórn ætli að fara troða í forstjórastól afdönkuðum stjórnmálamanni. Landsvirkjun þar eins og öll fyrirtæki að fá í stól forstjóra er hefur til þess menntunn og stjórnunarreynslu á rekstri fyrirtækja. Rekstur Landsvirkjunar verður að aðlagast markaðslögmálum og þar á bæ liggja fyrir margar erfiðar ákvarðanir við að straumlínulaga rekstur hennar og færa stjórnun inn í nútímann.
Að láta sér detta í hug að Árni Mattíssen menntaður dýralæknir og hefur verið á fóðrum hjá Ríkinu nær allan sinn starfsaldur eigi eitthvað erindi til að stjórna flóknum rekstri Landsvirkjunar, er hrein móðgun við okkur eigendur hennar. Opinber stjórnsýsla kemur rekstri hennar slétt ekkert við.
Starf forstjóra Landsvirkjunar auglýst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Búið er að velja skónúmerið á forstjóra Landsvirkjunar
http://kristinnsig.blog.is/blog/kristinnsig/entry/629683
Kristinn Sigurjónsson, 31.8.2008 kl. 00:21
Búið er að velja skónúmerið á forstjóra Landsvirkjunar, nú er bara að finna prinsinn (prinsessuna)
http://kristinnsig.blog.is/blog/kristinnsig/entry/629683
Kristinn Sigurjónsson, 31.8.2008 kl. 00:28
Hættu nú þessu tuði Haraldur A.
Var ekki einn farsælasti og af mörgum talinn besti forseti Bandaríkjanna leikari?
Einn vinsælast borgarstjórinn hér læknir (DBE)? - og ekki væri ég hissa þótt þú vildir einmitt sjá hann aftur í borgarstjórastólnum!
Á að útiloka hann vegna þess að hann er læknir?
Hafa ekki sprenglærðir menn í viðskiptum og rekstri fyrirtækja verið í forsvari fyrir sum útrásarfyrirtækin sem nú eru rjúkandi rústir og sviðin jörð í kringum þau svo langt sem augað eygir?
Ég sé ekki að það sem þú ferð fram á þurfi að vera trygging fyrir góðum rekstri.
Svo fyrir utan það að það er ekki búið að ráða neinn í jobbið ennþá svo sæktu bar um kallinn minn:) - það er ennþá séns. Hvað á að gera við okkar afdönkuðu stjórnmálamenn? Þeir geta ekki allir veri gerðir að seðlabankastjórum hvað þá heldur að forsetum lýðveldisins sem sjá ekki einu sinni sóma sinn í að stíga niður og víkja fyrir nýjum í röðinni!Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 14:10
Miðaldra ég þekki mann
Sem marga fjöru hefur sopið.
En sitthvað fleira ég sá að rann
sællega niður um efra opið.
Kveðja frá gömlum félaga.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 21:06
Sæll Sigurjón.
Þakka fyrir vísuna, hef því miður ekki hæfileika til að ljóða á þig. Það er rétt hjá þér að ég tuða og ekki síður það gengu fram af mér að óhæfir uppgjafa sjórnmálamenn séu skipaðir í stöður er þeir hafa hvorki menntunn né hæfileika til að gegna. Við höfum ekki efni á slíku rugi. Það er rétt hjá þer ég hef alla hæfileika til að gegna þessu starfi, en skortir kunnáttu í opinberri stjórnsýslu.
Leikarinn sem var forseti, var frændi minn ættaður úr Skagafirði,svo ég efast að sjálfsögðu ekki um hæfileika hans, munurinn á Seðlabankastjóranum og Forstetanum var sú að annar var kjörinn af þjóðinni, en hinn skipaði sig sjálfur. Hef oft hugsað til þess afhverju hann skipaði ekki sjálfan sig sem yfirdýralæknir eða landlæknir.
Strákarnir er stóðu fyrir útrásinni gerðu margan góðan hlut, en eins og oft er sagt kapp er bezt með forsjá.
Eg hef engan áhuga á að sjá DBE sem borgarstjóra, og finnst reyndar að ryðja ætti ráðhúsið, og skipa bara nýja hreppsnefnd fyrir Reykjavíkurhrepp.
Svo þú farir ekki í grafgötur hvað ég meina þá tel ég td. að þú værir ekki góður forsöngvari í kirkjukórnum, né góður í að fara með flugelda, þó þu hefðir rétt flokksskýrteini.
kv. h.
haraldurhar, 5.9.2008 kl. 01:56
Góður kallinn.
Já, já ég sé þetta núna, þið Reagan eruð nauðalíkir þegar betur er að gáð - glottið sérstaklega. Lýtingsstaðamunnsvipurinn.
Annars fannst mér þú nú alltaf líkari Johnny Weissmuller, sérstaklega þegar komið var á þriðja og þar fram yfir.
Já - sammála, það ætti að ryðja ráðhúsið og fá nýtt og ferskt, þingeyskt loft þangað.
Annars eru nógir Pólverjar á lausu nú til að taka við.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 04:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.