Útlaginn Geir H. Haarde.

 

    Það er erfitt fyrir Geir H. Haarde að gera sér grein fyrir því sem er að gerast hér innanlands, þar sem hann sem forsætisráðherra í útlagastjórninni,  sér sér ekki fært að vera á vettvangi, sökum eindæma ferðagleði sinnar,  er stafar af ótrúlegri eftirspurnar  frá hinum ýmsu þjóðlöndum um nærveru hans, og gefa staðgóð ráð á hinum ýmsu vandamálum er steðja íbúum bæði stórra og smárra ríkja.  

   Það er ofurauðvelt að skilja það að Geir einungis telur að lögreglan hafi brugðist rétt við í dag, en getur því miður ekki sagt okkur brauðstriturum að hún hafi gert það.  Það er von mín að Geir telji sér fært að skjótast heim til upplýsa okkur hvað sé rétt og hvað rangt.   Þá fyrst gerur Ingibjörg haft skoðun á málinu,  og jafnvel rifjast upp fyrir henni hverir kusu hana og á hvaða málefnagrundvelli.

    Eftirlaunafrumvarpið, Seðlabankinn, Mannréttindanefndinn, Árni Mattíssen, Kennarar,  nokkur stikkorð f. Ingibj. í upprifjunni.

 

 


mbl.is Lögregla brást rétt við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Tek undir með þér. það er ótrúlegt að Geir staddur í London í vesluhöldum þykist geta metið hvort löggan hafi brugðist rétt við eða ekki, sýnir enn og aftur að blessaður maðurinn er ekki í jarðsambandi. Og maður sem er mað allt niðrum sig hér heima og geriri ekkert ætti að vera síðastur til að gefa erlendum starfsbræðrum heilræði.

Skarfurinn, 23.4.2008 kl. 22:50

2 identicon

Ekki að ég sé atvinnumaður en ég myndi halda að hann gæti metið það jafn vel og allir sem eru hér heima en voru ekki á staðnum, ef hann hefur horft á útsendingarnar (sem mér skildist að hann hafi gert) og hann hefur einnig líklega verið í sambandi við fólk hér heima um þetta. Hann gæti jafn vel verið betur að sér í þessu en við sem höfum aðeins séð útsendingar úr sjónvarpinu.;D

Atli (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 01:01

3 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Nú skil ég depurðina í þér út í mig og bloggið mitt, gamli minn. Þú þolir ekki sjálfstæðisfólk yfir höfuð. Laui gamli var víst þannig.

Gangi þér vel :-)

Jónína Benediktsdóttir, 25.4.2008 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband