Hvorki olía né ópíum.

    Það er ekki nokkur ástæða til að hafa afskipti af Simbabwe, því þar er hvorki olíulindir né ópíumrækt,  þa hefur bandalag frjálsra þjóða  ekkert þangað að sækja eða verja. Eina sem við ættum að hafa áhyggjur af er þessir snillingar er stjórna peningamálunum þar komist af, svo við komust ekki í 1. sætið í vaxtaokri.
mbl.is Óttast þjóðarmorð í Simbabwe
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þegar landið hét Rhodesía var það eitt þróaðast land afríku með messtu og bestu lestrarkunnáttu á meðal svartra og bestu heilsugæslu. lífsgæði voru mikil.

Höfðingjar landsins (frumbyggjar sem kosnir eru í hverju þorpi fyrir sig) voru í háveigum hafðir og virtir mikils.

Mugabe og hryðjuverka lið hans sýndi þeim og öðrum enga virðingu því hans barrátta var ekki fyrir lýðræði eða mannréttindum heldur persónulegum völdum. Enda hófust þjóðhreinsanir nær strax og hann komst til valda.

Það er mjög slæmt að mati alþjóða samfélagsins ef hvítur maður lætur sjá sig í afríku eða skiptir sér af. 

Aðal vandamál Afríku er nær fullkominn Westfalíu þráhyggja. Enginn afskipti af innanríkismálum annarra landa.  

Fannar frá Rifi, 22.4.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: haraldurhar

   Sæll Fannar.

    Já ég mann þá daga þeir voru sjálfstæðir, og vann um tíma með fólki frá Rhodesíu, er stórn hvítra manna var að fara frá völdum.  Gæti trúað að þetta fólk er ég vann með hafi hröklast frá landinu.

    Tók Mugabe þegar við stjórnartaumunum stax af Ian Smith?  Er það ekki rétt hjá mér að Dr. Mugabe sé talinn vera mjög greindur?   Eg geri mér grein fyrir að okkur finnast stjórnarathafinr hans og heðun ekki gefa það til kynna, en þegar maður er illa upplýstur, og þá helst í gegnum vestræna fjölmiðla þá hefur nú oft reynst að þær upplísingar er maður hefur byggt skoðanir sína á séu allar trúverðugar og oft á tíðum beinlínis rangar.

    Eg persónulega er á móti erl. afskiptum af innanríkismálum annara landa, því tíminn leiðréttir oftast allar þjóðir til betri vegar, og svo oft á tímum stjórna harðstjórar og svíðingar í skjóli erl. hervalds eins og dæminn sanna.

   Mugabe er að mínum dómi dæmigert dæmi um staðhæfinguna að vald spillir hverjum manni, og því meir sem hann situr lengur við stjórnataumanna, og þurfum við nú ekki að fara til útlanda til að finna réttmæti  þessarar staðhæfingu

haraldurhar, 22.4.2008 kl. 23:03

3 Smámynd: haraldurhar

    Fannar ein spuring í viðbót hvað merkir eða hvað stendur hún fyrir þessi Westfaliu þráhyggj.?

   Eg hef bara unnið við skilvindur er voru framleiddar af Westfalíu, held ég þýskar.

haraldurhar, 22.4.2008 kl. 23:05

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Mugabe er snjall en það var nú Stalín líka.

Ekkert ríki er fullkomið, við sjáum það hér á Íslandi þar sem alla tíð hefur helling af fólki flust í burtu.

Ég hef nú kynnt mér sögu Rhodesíu/Zimbabwe og sunnan verðrar Afríku. Stór hluti af vandamálunum sem leiddu til borgarastríðsins á sjöunda áratugnum eiga rætur sínar að rekja til mikilla afskipta Breta af innanlandsmálum í Suður Rhodesíu (Rhodesíu) og Mið Afríku Sambandsríkinu sem samanstóð af Norður (Zambíu) og Suður Rhodesíu, en Malawí var bætt við því Bretar kröfðust þess.

Rhodesía var messt þróaðasta landið af þessum þremur, aðalega vegna þess að það hafði alla tíð verið sjálfstjórnarsvæði (first Suður Afríku Félagið sem stjórnaði landinu og síðan sjálfstjórn) án afskipta eða tilskipana frá Whitehall.

Í þessum þremur löndum var aðskilnaðarstefna eða einhverskonar aðgreining á milli kynþátta lang minnst í Suður Rhodesíu þangað til að stjórnarskrá Mið Afríku Lýðveldisins var gerð og bætt í hana aðskilnaði að kröfu Breta.  

Að miklu leiti er ég sammála þér varðandi það að erlend ríki eigi ekki að skipta sér af innanríkismálum annara landa. Hinsvegar má Rwuanda aldrei koma fyrir aftur. Getum við réttlæt afskiptaleysi ef það er verið að fremja þjóðarmorð?

Mugabe vildi aldrei koma að samninga borðinu á jafnréttis grundvelli. hann samþykkti ekki frið fyrr en það var öruggt um að hann fengi völdinn. hann er bara gott dæmi um Afrískan einræðisherra.  

Fannar frá Rifi, 22.4.2008 kl. 23:17

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Westfalíu friðarsáttmálinn var undirritaður þar var bundinn endi á 30 ára stríðið. Þar var fyrst sett fram Westfalíu fullveldis sáttmáli um að hvert ríki gæti ráðið (furstarnir í öllu þýsku smáríkjunum) sínum högum innanlands td. trúarbrögðum (mótmælenda eða kaþólsku).

Westfalíu þráhyggja sem ég tala um er algjört afskipta leysi og hreinlega hundsun á vandamálum annarra vegna þess að þú vilt ekki koma nálægt innanlands málum þess býr við vandamálinn.  

Fannar frá Rifi, 22.4.2008 kl. 23:26

6 Smámynd: haraldurhar

   Þakka þér f. svörin Fannar, það er skömm til þess að vita ég veit nánast ekkert um Afríku, og hef einungis komið til Túnis, og það þótt mér vera afar merkilegt land bæði með tilliti sögu, og menningu.

   Hafa ekki öll stórmenni sögunar verið að einhverju leiti galinn, eða allavega afar köflóttir í hugsunum og gerðum?  En til að þjóðir og skoðanir breitast þarf stórmenni til, eins og dæminn sanna.

haraldurhar, 22.4.2008 kl. 23:26

7 Smámynd: haraldurhar

Eg er haldinn Westfalíu þráhyggju, í miklu mæli

haraldurhar, 22.4.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband