20.4.2008 | 12:30
Ingibjörg Sólrún fyrir hvaða flokk er hún í Ríkisstjórn.?
Í mínum augur er eins og Ingibjörg Sólrún hafi gengið í björg, er henni tókst að komast í stjórn, og eins og hún hafi gleymt öllum sínum kostningarloforðum, og sé staðföst í að taka algjörlega við hlutverki Framsóknarflokkins við að kokgleypa hvað sem er frá Sjálfstæðisflokknum.
Hver hefði trúað að ekki væri búið að koma í gegn eftirlaunafrumvarpinu? Skattleysismörk undir lámarksframfærslu? Útgjöld til hermála yfir 2 milljarða. Ráðherrar og þingmenn á sífelldum flækingi? Árni Mattísen látinn komast upp með embættisafglöp. Halldór Blöndal og Hannes Hólmsteinn í stjórn Seðlabankans. Landsvirkjun látinn starfa sem ríki í ríkinu. Framboð til setu í öryggisráðinu? Fjáraustri haldið áfram sem alldrei fyrr í Utanríkiþjónustunni, og fram haldið að skipa uppgjafa póltíkusa í sendiherrastöður. Fiskveiðistjórnunarkerfið ekki tekið til algjörar endurskoðunar. Mánaðarlaun kennara undir 2000 evrum. Stuðningur við okurvaxtastefnu Seðlabankans, og hafa ekki hreinsað út stjórn og stjórnendur Seðlabankans. Fyrirsjáanlegt kjararýrnun, og stórfellt atvinnuleysi.
Hér er einungis tæpt að nokkrum atriðum, og í mínum huga er hvert eitt og sér næg ástæða að Ingibjörg ætti að fara hyggja að stóli Sendiherra, fremur en að leiða stjórnmálaflokk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.