16.4.2008 | 10:00
Aðalþrjórturinn fundinn.
Davíð Oddson Seðalabankastjóri auk Geirs og Sollu hafa verið að lýsa yfir árásum á ísl. efnahagslíf, og bennt þar á bankanna og áhættusjóði, sem gerendur í að fella gengi ísl. kr.kr, og hótað Interpool og fjármálaeftirliti í rannsókn á gerðum þeirra. Nú kemur í ljós að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur verið fremstur í flokki þeirra er telja kr. ofmetna, og sé ég ekki annað en Ríkilögreglustjóri auk Interpool þurfi að rannsaka gerðir þeirra. Ættum við nú ekki bara segja okkur úr þessum samtökum?
Dýralæknirinn birti í gær framtíðarspá sína fyrir gengis vísitölu kr. er er um 115, væri nú nær að spákaupmenn og aðrir braskarar færu að ráði hans og tækju stöðu með kr. og nytu hina afburðagóðu vaxtakjara er eru í boði hjá Davíð.
![]() |
Spákaupmenn sitja á 800 milljörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrst Björgúlfur á ekki nema Kr.800 milljarða eftir í krónum, sjáum við að honum mun ekki takast að fella Krónuna meira. Spurningin er núna, hvort hann velji ekki að taka stöðu með Krónunni svo að Kr.800 milljarðarnir verði honum einhvers virði.
Allir skortsalar eru núna á tánum og logandi hræddir að missa af hækkun Krónunnar. Hækkunin mun því ské mjög snöggt, en Björgúlfur er með pipar-kökurnar í höndunum, því að hann á bæði Krónur og Evrur. Hvenær býður Björgúlfur til köku-veitslu við hliðina á Fríkirkjunni ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 16.4.2008 kl. 14:46
Þetta er ekkert ólöglegt sem þessir sjóðir gera. Þetta á ekki að koma neinum á óvart og hefur verið í myndinni í áratugi. Ef þetta kemur Seðlabankanum og ríkisstórninni á óvart þá á þetta fólk að fá sér aðra vinnu.
Það er staðreynd að það hafa verið gerð gríðarleg hagstjórnarleg mistök á Íslandi. Það hefði átt að stíga á bremsurnar mikið mikið fyrr, hækka bindiskyldu bankana og minka lánsfé í umferð, hækka skatta og tolla til að draga úr þennslu. Byggja upp gjaldeirisvarasjóð í "góðærinu" sem var byggt á ofurkrónu sem núna er orðin okkar bölvun.
Við erum í okkar íslensku "subprime-krísu" verri en í USA við höfum of há lán og erum í ofveðsettum húsum sem eru á fáránlega háu verði miðað við kaupgetu og laun. Þegar húsnæðisverð lækkar um 30% og gæti lækkað mikið mikið meira er það ekki Seðlabankanum að þakka eða kenna það er hinn frjálsi markaður sem ræður þar för.
Við erum núna eins og halta sebradýrið á sléttum Afríku ljónin eru á gresjum Afríku og ........bíðum eftir ljónunum eins og Þorsteinn Gylfason komst að orði í Silfri Egils síðustu helgi.
Krónan kemur ekki til að rétta úr sér í bráð og kæmi mér ekki á óvart að Evran væri milli 130-140 ísl. krónur og bensínlítirinn á um 200 ísl krónur fyrir árslok.
Þetta er staðreyndin en......Krísan er ef bankarnir rúlla vegna lausafjársþurðar og þurfa að innleysa lán með nauðungaruppboðum, gjaldþroti og atvinnulausi ....þá er frost á fróni!
Gunn (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 20:41
Hér er innlegg í Lýsis-umræðuna. Ég kalla þetta Lýsispillur....
Hausaþurrkun Lýsis hf í Þorlákshöfn
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 16.4.2008 kl. 21:52
Loftur mér þykir þú nú nokkuð bláeygður, er þú álítur að frjáfestar sér á tánum að fara aftur inn í isl. kr., Það lítur enginn við þessari aumu mynt, þó vextirnir væru hækkaðir um helming, því þeir vita nú eins og er, að kr. hefur ekki leiðrétt sig að fullu, og ekki kæmi mér á óvart 15% í viðbót innan skamms tíma. Tími carrytrade ísl. kr. er liðinn
Gunn tek undir allt er þú segir í svari þínu, en því miður virðist Davíð, alls ekki skilja það að hann hefur enga burði til að hræða erl. fjárfesta, heldur brosa þeir af flónsku hans.
haraldurhar, 16.4.2008 kl. 21:54
Sæll Hafsteinn. Eg las greininga frá Áka, og er mér það nokkuð ljóst að Lýsi hf, gengur eins langt og það framast. getur, og hefur haft stuðning einhverstaðar úr kerfinu, við áframhaldandi rekstur í Þorlákshöfn. HES. hefur líklegast bara gert það sem þeim er sagt frá æðri stjórnvöldu.
Þetta segir mér bara eitt, að vandamál ykkar liggur í Stjórn og stjórnháttum HES, og hvernig þeir hafa misbeitt valdi sýnu við útgjáfu starfleyfa, og ekki síst í ljósi afstöður sveitarfélagsins. Til þess að ylja stjornendum Hes svolítið undir uggum og láta þá ekki komast upp með valdníðslu á ykkur íbúum Þorlákshafnar, þá legg ég til að þið farið fram á við embættið með vísan í upplýsingarlög, að embættið láti undirrituðum í té öll gögn um afgreiðslur starfsleyfa vegna hausaþurrkunar í Þorlákshöfn frá upphafi, afrit af öllum bréfum er embættið hefur sent eða móttekið vegna þessa máls til opinberra aðila, öll bréfleg samskipti þ.m.t. tölvupóstgögn embættisin og Lýsis hf. svo og allar fundagerðir og minnisblöð er málinu er viðkomandi ásamt öllum undirgögnum. Auk þess er æskilegt að vísað sé í lög og reglugerðir, í þeim útskurðum er embættið hefur látið frá sér fara varðandi þetta mál.
Þessu ber þeim að svara innan 14. daga frá mótttöku erindisins.
haraldurhar, 16.4.2008 kl. 22:31
Ok, já það er sennilega tímabært að grafst fyrir um hver heldur þessu gangandi.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 16.4.2008 kl. 23:31
Þú getur ekkert gert þeim verra en fara fram á upplýsingar með vísan í upplýsingarlög, samantekin tekur óratíma, og svo ekki sé minnst á þegar þeir þurfa fara afhenda gögn er þeir hafa talið að væru þeirra einkagögn. Nú er bara fara faglega að þessu og máta framsóknarliðið er þú hefur í vinnu.
haraldurhar, 16.4.2008 kl. 23:57
http://www.sudurlandid.is/?p=101&id=18509&PHPSESSID=ff8a948ed929aa6daa218b565489e42a
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.4.2008 kl. 09:43
Staðan hjá Björgúlfi er verri en mig grunaði. Þessi lygasaga hans um að Kr.800 milljarðar bíði eftir að flýja Krónuna er aumkunarverð atlaga að efnahag landsins. Ef útlendingur hefði sagt þetta, væri búið að ákæra hann opinberlega fyrir efnahagsleg hryðjuverk.
Auðvitað eru allir skortsalar búnir að selja þær Krónur sem þeir hafa skrapað saman, en höfuðpaurinn er fundinn !.
Það er ógnvænleg staða, að í eigin persónu og opinberlega geta spáð ragnarökum og þar með hugsanlega valdið þeim, en vera á sama tíma á fullu að hagnast á falli Krónunnar. Hefur Landsbankinn tekið þátt í þessu bralli ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 17.4.2008 kl. 11:31
Loftur rétt er það að Björgúlfur hefur sjálfsagt tapa töluvert á þessum niðurgangstímum. Það var viðtal við hann í hádeginu í gær á Stöð 2, umsögn hanns um ástandið hér og víða erlendis, er það trúverðgusta er ég hef hlýtt á síðustu vikur, og heldur annað en bullið í honum Davíð, ofl. ísl. stjórnmálamönnum, er vilja helst stinga hausnum niður í sandinn.
Loftur gengisfall krónunar er ekki af þvi að vondir menn í útlöndum, og hér innanlands vilja hana niður, heldur það að hún hefur verið ofskráð undanfarinn misseri, og haldið uppi með okurstýrivöxtum, sem enginn heimili né framleiðslufyrirtæki hafa ráð á að greiða. Það sem blasir við öllum að við getum ekki lengur framfleitt okkur á erl. lánsfé, og þurfum að fara endurgreiða lánin okkar, með þeim afleiðingum að samdrátturinn í kaupmætti getur nálgaðst þar er þú eflaust mannst eftir á árunum 1967 til 70, nema með þeirri undantekingu að nú erum við skuldsettari, og tekur því lengri tíma ná okkur á skrið aftur.
Allir ísl. bankarnir hafa verið að kaupa gjaldeyrir sl. mánuði, auk þess sem fjárfestinarfélög eins og Exista hefur verið með gríðarlega stóra stöðu gegn kr. að sagt er.
haraldurhar, 17.4.2008 kl. 15:12
Hafsteinn hún Kata í Lýsi er auðvitað að hugsa um sinn og síns fyrirtækis, og ekkert nema eðlilegt að hún vilji hámarka arðinn af framleiðslufyrirtæki sínu, og ég hef aldrei séð óvininn í Lýsi hf, heldur í stjórnvöldum er láta þetta viðgangast, og eins og þú sérð í orðum Kötu með lögsóknina, þá er það augljóst að hún telur að ríkjandi ráðamenn sé á hennar bandi, nú eins og áður.
Nú er ykkar tími að snúa ykkur að stjórnvaldinu, og opinbera hvar hundurinn liggur grafinn í þessu máli, og hver ræður í raun að starfsleyfi sé gefið út í óþökk við íbúa og sveitarfélag, er ég tel að sé nær einsdæmi um.
Er búið að opna inn á sumargrínin á vellinum?
haraldurhar, 17.4.2008 kl. 15:19
Já þetta er allt á fullu hjá Kötu kellingunni, en heldur er nú vörnin ræfilsleg orðin finnst mér.
Nei það var ekki búið síðasta laugardag, en þá var þarna talsvert af fólki svo var kominn 20 cm+ snjór 15 tímum síðar. En þetta kemur hratt núna það er svo hlýtt í veðri. Þangað til verðurðu bara að koma í golfherminn hjá mér...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.4.2008 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.