Davíð hækkar aftur kl. 11

   Davíð hækkar aftur vextina kl. 11, þar sem síðasta hækkun dugir ekki til þess að neinn vilji eiga ísl.kr.   Nú verður ríkistjórninn að taka í taumanna, og ekki kemst Geir lengur um að halda fréttamannafundi um ekki neitt.
mbl.is Seðlabankinn hækkar stýrivexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Rós Jóhannsdóttir

ég skil ekki meininguna á bakvið hækkun stýrivaxta ég er samt einhvervegin viss um að það gerir ekkert gott

Linda Rós Jóhannsdóttir, 10.4.2008 kl. 10:49

2 Smámynd: Hagbarður

Nú eigum við metið í Evrópu. Slógum út Tyrkjum sem eru með 15,25%. Frábær árangur í peningamálastjórnun þegar flest önnur "siðmenntuð" ríki eru í vaxtalækkunarfasa. Engar aðgerðir hafa enn verið kynntar til að efla gjaldeyrisforðann, heldur bara "snakk" um að verið sé að skoða málin. Umræðan erlendis kann hugsanlega að snúast okkur enn frekar í óhag á næstu dögum vegna aðgerðarleysis og þess að markaðurinn kann að álykta að Seðlabankinn hafi ekki aðgang að lánalínu. Ef þessi mál skýrast ekki gæti krónan tekið enn dýpri dýfu. Á norska miðlinum hegnar.com er sagt frá því að norski olíusjóðurinn telji að hann geti tapað milljörðum á Íslandi. Þetta er ekki gæfuleg umræða og þegar farið er að tala um að öruggar sé að gera viðskipti í Nígeríu en hér á landi er aðgerða þörf. En "óvinurinn" er víst erlendis, engin vandamál hér og kannski eru menn bara að spenna "bjarnargildrur" á kostnað okkar sem hér hímum. 

Hagbarður, 10.4.2008 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband