28.3.2008 | 19:03
Davíð og óprúttnu strákarnir.
Davíð virðist vera gjörsamlega óskiljanlegt að ísl. kr. sem er minnsti sjálfstæði gjaldmiðill í heimi, sé tilvalinn í carrytrade, og ekki nema fullkomlega eðlilegt að menn taki stöðu með og á móti þessum töfragjaldmiðli, þar að auki með einna hæstu stýrivexti í heimi.
Það að ljúga að öðrum er ljótur vani, að ljúga að sjálfum sér er hvers manns bani. Sagði Davíð í dag, og leggi svo hver út fyrir sig orð hans. Það á ekki að fara út í bæ til að leita að óprúttnum miðlurum, heldur ætti Alþingi Íslands þegar í stað að setja Seðlabankanum nýja stjórn, og skipa einn Seðalbankastjóra er hefur til þess mennun og kunnáttu í stjórn peningamála.
Það ætti öllum að vera ljóst að núverandi stjórnendur Seðabankans ráða ekki við verkefnið er þeim falið að gegna.
![]() |
Reynt að brjóta fjármálakerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
„Að ljúga að öðrum er ljótur vani, að ljúga að sjálfum sér hvers manns bani”, sagði þar," sagði Davíð...
HVER ER AÐ STUNDA GLÆPASTARFSEMI GAGNVART OKKUR?Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.3.2008 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.