Hafa bankarnir verið að taka stöðu á móti kr.

    Það hefur verið orðrómur að ísl. bankarnir hafi verið að taka stöðu á móti ísl. kr. síðustu daga. Það eitt og sér verkur ekki undrun mina, heldur það hversu kr. hefur haldið lengi í þessari fjármálaþrengingum.   Það hlítur að koma sá tími fljótlega að ráðamenn þjóðarinnar, geri sér grein fyrir því að ekki er hægt að halda upp hagsæld með vaxtaokri, og skuldasöfnun erlendis.

    Vaxtastefna Seðlabankans hefur verið glórulaus, að halda menn geti haldið verðbólgu niðri, með því að stunda carrytrade.


mbl.is Krónan veiktist um 1,56% í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég undrast þessa afneitun valdastéttarinnar. "Það er ekkert að nema vondir kallar í útlöndum sem eru að tala niður bankana". Menn trúa því (eða látast trúa því) að allt sé hér í fína lagi þó það stefni í grjót harða lendingu.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 00:01

2 Smámynd: haraldurhar

    Auðvitað er það rétt hjá þer að stærsti hluti ráðamanna hefur verið í bullandi afneitun, og auðvitað er það rétt að ástand á fjármálamörkuðum heimsis, eykur enn á vanda okkar.    Lendingin veruð hörð, en vert er að hafa það i huga að aldrei hefur komið svo vont veður að það lægi ekki aftur.

haraldurhar, 15.3.2008 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband